Við litlu refirnir

Litli refurinn – Monte da Raposinha – heitir víngerð í Alentejo í Portúgal.  Þaðan koma hin prýðilegustu vín – rauðvín, hvítvín og freyðivín.  Litla vínið þeirra kallast NÓS, sem þýðir „við“.  Monte da Raposinha NÓS gæti þá þýtt „við litlu refirnir“.
Þetta vín er gert úr þrúgunum Trincadeira, Aragonez (Tempranillo), Syrah og Alicante Bouschet.
Monte da Raposinha NÓS 2014 er dökkrautt á lit, unglegt, lítill þroski til staðar.  Í nefinu finnur maður sólber, pipar, reyk, smá eik og krydd.  Í munni eru ágæt tannín, hæfileg sýra, fínn ávöxtur, þægilegt bragð þar sem má finna sólber, eik og krydd.  Ágætt matarvín eða bara til að drekka hversdags eitt og sér. 86 stig, mjög góð kaup (2.100 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook