Appassionato Graticcio

Appassimento kallast þurrkunarferlið sem á sér stað við gerð Amarone-vína, þar sem þrúgurnar eru látnar liggja á bambusgrindum sem kallast Graticcio.  Þaðan kemur nafnið á víninu sem hér er fjallað um – Graticcio – en að vínið skuli vera kennt við appassionato en ekki appassimento táknar líklega að ekki er notast við allar sömu þrúgur og fara í Amarone.  Í Graticcio er notast við Corvina og Oseleta, en Rondinella og Molinara virðast ekki hafa verið notaðar líkt og venja er.
Tommasi Appassionato Graticcio 2014 er dökkkirsuberjarautt á lit, unglegt, með angan af kirsuberjum, fjólum, pipar og blönduðum kryddum. Í munni eru mjúk tannín, hæfileg sýra, vínið örlítið sætt. Bláber og sólberjasulta í eftirbragðinu. Ágæt kaup (2.199 kr). Hentar með grillmat, fuglakjöti og hörðum ostum.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook