Annað bræðralagsvín

Um daginn fjallaði ég um elstu víngerð Bandaríkjanna – Brotherhood winery – sem hefur verið starfandi frá árinu 1839.  Vín frá þessari rótgrónu víngerð eru væntanleg í hillur vínbúðanna í febrúar og vel þess virði að prófa þau.
Brotherhood Merlot 2012 er kirsuberjarautt á lit, unglegt, með angan af kirsuberjum, skógarberjum, pipar og eik.  Í munni er það frísklegt, með þægilegt berjabragð, kryddað, með eikarkeim.  Hentar vel með rauðu kjöti og ostum.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook