Feiknagott "grower" Kampavín

Kampavínshús Charles Ellner er fjölskyldufyrirtæki sem á alls um 50 hektara af vínekrum og telst væntanlega til þeirra yngri í bransanum, aðeins rúmlega 100 ára gamalt, en teljast til s.k. grower champagne, þ.e. þeir rækta sjálfir a.m.k. hluta af þrúgunum sem notuð eru í kampavín fyrirtækisins, og teljast til s.k. Négociant-Manipulant (sjá nánar hér) .
Charles Ellner Brut Champagne Carte Blanche er strágult á lit, freyðir vel í glasi.  Í nefinu finnur maður möndlur, rauð epli, ristað brauð, sítrónubörk og smá perukeim.  Í munni er vínið frísklegt, þó með örlitla beiskju.  Góður keimur af eplum, möndlum, sítrus, engifer og apríkósum. Mjög góð kaup (4.297 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook