Sykursætt og gott

Þó að fyrstu kampavínin hafi verið í sætari kantinum þá eru flest kampavín í dag þurr (ekki sæt).  Hér er þó eitt hálfsætt (demi-sec) sem eflaust fellur í góðan jarðveg.  Þetta vín er 40-50 Pinot Noir, 30-40% Pinot Meunier og 10-20% Chardonnay.
Moët & Chandon Nectar Imperial er gullið á lit, freyðir vel.  Í nefinu eru góðar hungansmelónur, möndlur, nýslegið gras, suðrænir ávextir og perur.  Í munni eru áfram hungangsmelónur, apríkósur, möndlur, perur, smá eik, góð sýra og svo smá marsipankeimur í eftirbragðinu.  Mjög góð kaup (7.290 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook