Gosset Grande Réserve

Frá elsta kampavínshúsinu kemur hér annað prýðisgott kampavín – Grande Réserve – gert úr þessum hefðbundnu 3 þrúgum en í aðeins öðrum hlutföllum en þau kampavín sem fjallað hefur verið um hingað til.  Þetta vín er 43% Chardonnay, 42% Pinot Noir og 15% Pinot Meunier.
Gosset Grande Réserve Champagne er strágult á lit, freyðir vel.  Í nefinu finnur maður gul epli, nektarínur og vottur af engiferl.  Í munni er þægileg og kitlandi kolsýra, gul epli, nektarínur, eik og smá  möndlur.  Góð kaup (4.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook