Góð rauðvínstilraun!

Síðasta vínið á 2. Vínklúbbsfundi vetrarins var óumdeilanlega besta vín kvöldins og vakti mikla lukku hjá klúbbmeðlimum.  Hér var annar ástralskur Shiraz á ferðinni sem var í sínu besta formi.  RWT stendur fyrir Red Winemaking Trial, sem er vinnuheitið sem víninu var gefið þegar þróun þess hófst árið 1995.  Fyrsti árgangurinns sem kom á markað var 1997 og þá var nafni látið halda sér.
Penfolds RWTPenfolds RWT Barossa Valley Shiraz 2003 er dökkkirsuberjarautt, með mikla dýpt, góðan þroska og fallega tauma í glasinu.  Í nefinu er mikill ávöxtur, kaffi, súkkulaði og jarðarberjakeimur.  Í munni er mikill kraftur en á sama tíma er vínið silkimjúkt og í gríðargóðu jafnvægi, kryddað, með smá plómum og súkkulaði.  Frábært vín sem Vínklúbburinn gefur 96 stig eða 5 stjörnur!

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook