Hvítur Stemmari

Frá Sikiley koma alveg prýðileg vín, bæði hvít og rauð, og sennilega hefur nálægð Etnu mikil áhrif á jarðveginn sem vínviðurinn vex í og þar með þrúgurnar.  Þrúgurnar í vínið sem hér um ræðir koma af vínekrum í Ragusa-héraði í suðurhlíðum Sikileyjar.
Stemmari Pinot Grigio 2015Stemmari pinot grigio 2015 er fölsítrónugult á lit.  Í nefinu finnur maður greipaldin, ferskjur og sítrónubörk en lyktin er frekar lokuð.  Í munni er sítruskeimur, steinefni, græn epli og smá ferskja, ágæt sýra, frísklegt vín en aðeins lokað. Hentar ágætlega með hvítum fiski, pasta og salati. Ágæt kaup (1.899 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook