Gamall meistari kominn aðeins yfir toppinn

Þriðja vínið sem prófað var á þessum 2. Vínklúbbsfundi vetrarins reyndist vera vín sem löngum hefur verið mjög í hávegum haft í Vínklúbbnum.  Þetta vín reyndist hins vegar hafa fengið að bíða aðeins of lengi, því það var greinilega komið af léttasta skeiðinu.  Sue Hooder, víngerðarkona Wynn’s Estate, kom og heimsótti klúbbinn fyrir 2 árum og hélt þá eftirminnilega einkasmökkun á bestu vínum Wynn’s fyrir meðlimi Vínklúbbsins.
Wynn's Michael ShirazWynn’s Michael Shiraz Coonawarra 1996 er fallega kirsuberjarautt á lit, með talsverða dýpt og mjög góðan þroska.  Í nefinu finnur maður lakkrís, plómur og eik, og í munni var ágæt sýra, fín tannín og góður skrokkur í víninu, sem samt bauð upp á léttleika á sama tíma og bragðið var kryddað og kraftmikið. Vínklúbburinn gefur þessu víni 90 stig sem gera 4 stjörnur.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook