Svarti folinn!

Annað vínið sem prófað var á 2. Vínklúbbsfundi vetrarins reyndist vera amerískur cabernet í klassískum stíl.
Black Stallion CabBlack Stallion Cabernet Sauvignon Napa Valley 2011 er dökkkirsuberjarautt á lit, með miðlungsdýpt og ágætan þroska.  Í aðeins lokaðri lykt fann maður vanillu, sólber og ameríska eik.  Í munni voru ágæt tannín en vínið samt mjúkt með góða fyllingu og löngu eftirbragði þar sem kaffi og súkkulaði voru nokkuð áberandi.  Vínklúbburinn gaf þessu víni 89 stig sem gera 4 stjörnur.  Í hillum Vínbúðanna kostar þetta vín 4.990 kr en það er 2013-árgangurinn sem er í hillunum. Þar er einnig að finna Chardonnay og Pinot Noir frá sama framleiðanda.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook