Mjög gott lífrænt hvítvín

Í gær fjallaði ég aðeins um lífrænu línuna frá Casa Lapostolle og tók fyrir Cabernet Sauvignon.  Hér er svo fjallað um hvítvínið úr þessari sömu línu, sem er gert úr 100% Chardonnay úr Casablanca-dalnum í Chile.  Helmingur vínsins fékk að gerjast í tunnum úr franskri eik, nánar tiltekið s.k. Barrique-tunnum, sem eru 225 lítrar að stærð.
Lapostolle Cuvee Alexandre ChardonnayCasa Lapostolle Cuvée Alexandre Chardonnay 2013 er fallega  strágult á lit með ágæta tauma.  Í nefinu finnur maður frönsku eikina sem er nokkuð áberandi, en einnig suðræna ávexti eins og mango og papaya.  Í munni er eikin einnig áberandi, vínið er þurrt með frísklega sýru og ágæta fyllingu, og suðrænu ávextirnir koma áægætlega fram í eftirbragðinu.  Eikin er hins vegar aðeins of mikil fyrir minn smekk og kemur í veg fyrir að vínið fái hálfa stjörnu til viðbótar.  Engu að síður mjög góð kaup (2.998 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook