Frábært lífrænt rauðvín

Ég hef áður fjallað um hin stórgóðu lífrænu vín frá Casa Lapostolle í Chile.  Lífræna línan þeirra nefnst Cuvée Alexandre og alls eru 8 mismunandi vín í þessari línu (reyndar tvö Syrah frá mismunandi vínekrum).  Tvö þessara vína eru fáanleg í hillum vínbúðanna – Chardonnay og Cabernet Sauvignon – en vonandi eiga fleiri vín úr þessari frábæru línu eftir að rata í hillur vínbúðanna síðar.  Cabernet Sauvignon sem hér er fjallað um er blanda Cabernet Sauvignon (85%), Carmenere (14%) og Cabernet Franc (1%) og kemur frá Colchagua-dalnum í Chile.
Lapostolle Cuvee Alexandre CabLapostolle Cuvée Alexandre Cabernet Sauvignon 2013 er dökkrúbínrautt á lit, með góða dýpt, unglegt með fallega tauma.  Í nefinu eru plómur, lakkrís, leður, amerísk eik, pipar og vanilla.  Í munni eru góð tannín, slatti af sýru, lakkrís og leður ásamt eik og pipar í eftirbragðinu. Hentar vel með lambi og nautakjöti.  Frábær kaup (2.998 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook