Annar góður pinot!

Annað vínið á þessum fyrsta vínklúbbsfundi vetrarins reyndist einnig vera Pinot Noir, að þessu sinni frá víngerð Concha y Toro í Limari-da í Chile.
Marques de Casa Concha Pinot Noir 2014Concha y Toro Marques de Casa Concha Pinot Noir 2014 er ljóskirsuberjarautt (þó aðeins dekkra en þýski pinotinn sem smakkaður var á undan), með byrjandi þroska og ágætis dýpt.  Í nefinu finnur maður hindber, vanillu, kaffi, leður, sultu og smá útihús.  Í munni er vínið óvenjukryddað, með ágæt tannín en fullmikla sýru.  Það er smá hiti í þessu víni, pipar, kirsuber – góður skrokkur.  Þetta vín ræður alveg við góða nautasteik en hentar líka vel með fugli og svínakjöti – góð kaup (2.999 kr).  Vínklúbburinn gefur þessu víni 89 stig.  Síðustu árgangar hafa einnig verið á svipuð róli og fengið 88-89 stig hjá Wine Spectator, þannig að þetta vín hefur verið nokkuð áreiðanleg kaup – meðmæli!

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook