Fyrsti vínklúbbsfundur vetrarins!

Vínklúbburinn hélt fyrsta fund vetrarins um daginn.  Fundurinn var í umsjón Smára og því mátti búast við að Pinot Noir myndi eitthvað koma við sögu, og við þurftum ekki að bíða lengi, því fyrsta vínið var þýskur Pinot Noir úr smiðju Ernst Loosen í Pfalz-héraði.
villa-wolf-pinot-noir-2013Villa Wolf Pinot Noir 2013 er ljóskirsuberjarautt, dýptin í meðallagi, ekki mikill þroski kominn í vínið.  Í nefinu finnur maður eik, rifsber og negul, frekar lokuð lykt.  Í munni er vínið mjúkt og í góðu jafnvægi, þó er ekki mikill skrokkur í því. Ágæt tannín en vínið aðeins í súrari kantinum.  Þetta er ágætt drykkjarvín en ekki mikið matarvín – gæti þó kannski gengið með ljósu fuglakjöti og stöku fiskréttum.  Klúbburinn gefur víninu 85 stig (2.495 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook