Pinot-veislan heldur áfram…

Nýja-Sjáland er þekkt fyrir góð vín, bæði rauð og hvít.  Andfætlingar okkar virðast þó vera skynsamir með afbrigðum og einbeita sér að því að gera það sem þeir kunna og gera það vel.  Þannig hefur áherslan verið á hvítvín úr Chardonnay og Sauvignon Blanc, og rauðvín úr Pinot noir.  Það eru sennilega fáir staðir í heiminum sem virðast henta Pinot noir betur en Marlborough-héraðið á Nýja-Sjálandi (nema ef vera skyldi Bourgogne í Frakklandi) og það sést vel í víninu sem var þriðja vínið á þessum fyrsta vínklúbbsfundi vetrarins.
Villa Maria Pinot Noir ReserveVilla Maria Pinot Noir Marlborough Reserve 2011 er fallega kirsuberjarautt á lit, með góða dýpt og ágætan þroska.  Í nefinu eru kirsuber, jafnvel trönuber, súkkulaði, pipar, eik, vanilla og lakkrís.  Í munni er vínið mjúkt og í góðu jafnvægi, með góðan ávöxt, pipar, karamellu og langt og gott eftirbragð.  Vínklúbburinn gefur þessu víni 91 stig – góð kaup (4.790 kr).  Hentar vel með dökku og ljósu kjöti.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook