Besti vinur vínbóndans?

Vínbændur á austurströnd Ítalíu hafa lengi getað treyst á þrúguna Bombino bianco.  Hún þykir auðveld í ræktun, er harðgerð og gefur yfirleitt af sér góða og mikla uppskeru.  Þannig er tilkomið nafnið á því víni sem hér er fjallað um, en pagadebit þýðir að borga skuld sína.  Ég man ekki eftir að hafa smakkað vín úr þessari þrúgu fyrr, en er alveg til í að prófa hana aftur.  Vín úr þessari þrúgu eru yfirleitt nokkuð hlutlaus, með sítrus, jurta og blómailm (skv. Jancis Robinson, MW), og úr henni má búa til hefðbundin hvítvín og einnig freyðivín.  Vín dagsins kemur frá Emilia-Romagna, sem er í norðurhluta Ítalíu, á milli Toscana og Veneto.  Það er að mestu gert úr Bombino bianco (90%) en smávegis af Sauvignon blanc (10%) hefur verið bætt út í.
Pagadebit 2014Poderi dal Nespoli Pagadebit 2014 er fölgult á lit með fölgrænni slikju í röndinni. Í nefinu eru perur, ananas, gul epli, sumarblóm og sítrónur.  Í munni er vínið þurrt, með góða sýru og sæmilega fyllingu. Sítrus, perur og græn vínber(!) ráðandi í þægilegu bragðinu.  Vínið hentar ágætlega með fiski og grænmetisréttum. Mjög góð kaup (1.890 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook