Annað ástralskt Chardonnay

Hér er dæmigert ástralskt chardonnay frá framleiðanda sem við þekkjum vel – Wolf Blass, en vín þessa ágæta framleiðanda hafa lengi verið fáanleg í Vínbúðunum og verða það vonandi áfram.
wolf blass yellow label chardonnayWolf Blass Yellow Label Chardonnay 2013 er ljósgullið á lit og fallegt í glasi, góðir taumar.  Í nefinu eru líkt og maður býst við af áströlsku chardonnay áberandi eikartónar, sítrus, hunangsmelóna og apríkósur, ögn af vanillu.  Í munni er vínið aðeins súrt en í ágætu jafnvægi og með ágæta fyllingu. Smá eikarkeimur, sítrusbörkur, pínu snubbótt eftirbragð þar sem melónan kemur aðeins betur fram. Ágætt með fiski og ljósum fugli. Aðeins í dýrari kantinum fyrir hvítvín í þessum gæðaflokki (2.670 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook