Sumt er alltaf hægt að treysta á…

Vínin frá Lindemans í Ástralíu hafa ávallt staðið fyrir sínu og maður getur gengið að því vísu að þú færð það sem þú borgar fyrir.  Þannig er það með Chardonnayið í Bin 65-línunni.  Þessi vín hafa yfirleitt fengið 86-87 punkta hjá Wine Spectator og 2014-árgangurinn fær líka einkunnina Best Value (sama gildir um 2015).
Lindemans Bin 65Lindemans Bin 65 chardonnay 2014 er strágult á lit, með angan af límónum, hunangsmelónum, eik og sumarblómum.  Í munni finnur maður greipaldin, perur og svo auðvitað eikina sem fylgir flestum áströlskum Chardonnay-vínum.  Ágæt kaup (2.150).  Hentar vel með ljósum fugli, skelfiski, fiskréttum og jafnvel salati.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook