Spennandi lífrænt vín

Cono Sur víngerðin í Chile er ung að árum, stofnuð 1993, en er þrátt fyrir það orðin mjög umsvifamikil í framleiðslu lífrænna vína og er einn stærsti framleiðandi pinot noir-vína í heiminum.  Þeir hafa verið framarlega í gerð lífrænna vína og gæðin hafa aukist ár frá ári.  Ég man þegar ég smakkaði vínin þeirra í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum (ég var þá búsettur í Svíþjóð), en ég get ekki sagt að þau hafi vakið mikla hrifningu hjá mér á þeim tíma.  Þau vín sem okkur standa til boða í dag eru hins vegar í allt öðrum gæðaflokki, að mínu mati,  og í hópu bestu lífrænnu vínanna sem hér er að finna.  Vín dagsins er reyndar ekki enn komið í hillurnar en gerir það vonandi bráðlega.
Cono Sur Cabernet Carmenere Syrah 2015Cono Sur Cabernet Sauvignon Carmenere Syrah 2015 er dökkfjólurautt á lit, unglegt með sæmilega dýpt.  Í lyktinni finnur maður lakkrís, bláber, kaffi, ameríska eik og kryddjurtir.  Í munni eru mjúk tannín, hæfileg sýra og vínið er í góðu jafnvægi.  Það kemur bragð af skógarberjum, súkkulaði og smá tóbak í lokin.  Gott eftirbragð sem heldur sér ágætlega.  Vín sem hentar vel með nauti og lambi, hörðum ostum eða bara eitt og sér.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook