Dona Paula Los Cardos Sauvignon Blanc 2015

Þau eru ekki mörg, argentínsku hvítvínin sem gerð eru úr Sauvignon Blanc – a.m.k. ekki ef marka má úrvalið í hillum Vínbúðanna, og eins þegar flett er upp í víndómasafni Wine Spectator (þar eru alls 141 víndómur um argentínskan Sauvignon Blanc).  Á þessu sviði, líkt og flestum öðrum í argentískri víngerð, hafa framfarirnar verið miklar á undanförnum árum og meðaleinkunn þessara vína fer hækkandi.  Flest koma þessi vín frá Mendoza eða Uco-dalnum og eru yfirleitt í ódýrari kantinum – bæði vínin í Vínbúðunum kosta minna en 2.000 krónur
DP Los Cardos SBDona Paula Los Cardos Sauvignon Blanc 2015 kemur frá Mendoza-héraði og er strágult á lit.  Í nefið koma hin dæmigerðu einkenni sauvignon blanc – sítrus, sólberjalauf (kattahland) og perur, ásamt ögn af ananas.  Í munni er vínið þurrt, aðeins súrt, með ágæta fyllingu og þokkalegt eftirbragð með perum og suðrænum ávöxtum.  Ágæt kaup (1.950kr). Hentar vel með fiski og salati, jafnvel skelfiski.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook