Bailly Lapierre Cremant de Bourgogne Ravizotte Extra Brut

Þekktustu freyðivín Frakklands eru auðvitað kampavín. Kampavín koma frá héraðinu Champagne og einungis freyðivín frá þessu héraði mega kallast Champagne.  Freyðivín eru líka framleidd í öðrum héruðum Frakklands og kallast þá Cremant.  Frá Bourgogne koma Cremant de Bourgogne, frá Alsace koma Cremant d’Alsace og svo framvegis.  Vínið sem hér er fjallað um kemur frá þorpinu Bailly í Bourgogne og er s.k. „blanc de noirs“, sem mætti þýða sem „hvítt úr svörtu“, en það þýðir að vínið er gert úr 100% pinot noir, sem er nánast svört á lit.
bailly lapierreBailly Lapierre Cremant de Bourgogne Ravizotte Extra Brut er strágult, freyðir vel í glasi.  Það hefur þægilegan ilm af sítrónum og grænum eplum, ásamt smá niðursoðnum ávöxtum.  Í munni er góð kolsýra, pínu súrt með límónu og greip, ögn af perum.  Vínið er pínu beiskt sem dregur það aðeins niður.  Hentar vel með fiski eða eitt og sér.  Verðið er í efri kantinum fyrir freyðivín önnur en kampavín (2.698 kr) og það er á mörkunum að það standi undir þessu verði.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook