Codorniu Seleccion Raventos Cava Brut

Jæja, þá eru tölvumálin mín loksins leyst og ég get farið að koma frá mér öllum þeim víndómum sem beðið hafa þann tíma sem ég var nánast tölvulaus.  Ég get líka staðfest að sápuvatn það sem fylgir sápukúluleikföngum fer frekar illa með móðurborð tölvunnar, sem og allt annað í tölvunni sem það nær að leka á…
Ég er búinn að prófa dágóðan hluta þeirra freyðivína sem eru fáanleg í Vínbúðunum og get vonandi í lok vikunnar útnefnt besta freyðivínið. Cava eru stór hluti þeirra freyðvína sem okkur standa til boða og flest þeirra eru vel frambærileg, jafnvel mjög góð.
codorniu raventosCodorniu Seleccion Raventos Cava Brut er gert úr Chardonnay, Xarello og Macabeo og framleitt með kampavínsaðferðinni. Það er ljósgullið á lit og freyðir vel í glasinu.  Í nefinu finnur maður daufan hunangskeim, sítrus og smá epli.  Í munni er vínið frísklegt, með sæmilega kolsýru, örlítin hunangskeim, sítrónubörk og smá beiskju. Er í dýrari kantinum af þeim cava sem okkur standa til boða (2599 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook