Forsetavín?

Vínin frá Wolf Blass hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér, einkum shiraz-vínin sem eru einmitt eins og ég vil hafa þau – bragðmikil og krydduð.  Þannig eru einmitt vínin í President’s Selection línunni, bæði cabernet sauvignon og shiraz.  Því miður eru þessi vín ekki lengur í hillum vínbúðanna né Fríhafnarinnar en vonandi eigum við eftir að sjá þau þar á nýjan leik.
wolf blass ps shiraz 2012Wolf Blass President’s Selection Shiraz 2012 er dökk-rúbínrautt á lit, unglegt.  Í nefinu finnur maður leður, anís, ameríska eik, pipar, krydd og smá plómur.  Í munninn koma góð tannín, hæfileg sýra, góð fylling.  Leðrið og anísið kemur vel fram í bragðinu, plómu- og súkkulaðitónar í lokin. Þetta er vín fyrir stórar steikur!  Þetta vín hefur kostað í kringum 3.000 krónur og það eru góð kaup.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook