Dona Paula Estate Malbec Mendoza 2014

Ég hef áður sagt frá Dona Paula víngerðinni argentínsku.  Hér er komið það vín sem mér finnst skara fram úr af þeim vínum Dona Paula sem okkur standa til boða hér á landi.
Dona Paula Estate Malbecdona paula estate malbec 2014 Mendoza 2014 er dökk-rúbínrautt á lit.  Unglegt.  Í nefinu kirsuber, fjólur, lakkrís, pipar og eik.  Í munni er vínið tannískt með góða sýru og vínið er í fínu jafnvægi.  Þægilegt berjabragð og í eftirbragðinu finnur maður svo súkkulaði og leður (ég kann vel við svoleiðis eftirbragð). Hentar vel með góðum steikum (naut, lamb, villibráð). Góð kaup (2.420 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook