Lamberti Prosecco Extra Dry

Prosecco eru ítölsk hvítvín sem geta verið allt frá því að vera venjuleg hvítvín (tranquillo) yfir í freyðivín (spumante).  Þar á milli eru létt freyðandi vín sem kallast frizzante, en flest eru vínin spumante.  Prosecco DOC nær yfir 9 héruð í Veneto og Friuli.  Vínin eru gerð úr þrúgunni Glera, en má innihalda allt að 15% af þrúgunum Verdiso, Bianchetta Trevigiana, Perera, Glera lunga, Chardonnay, Pinot Bianco, Pinot Grigio og Pinot Nero.
Lamberti Prosecco Extra DryLamberti Prosecco Extra Dry DOC telst vera spumante og er framleitt með Charmat-aðferðinni (gerjar undir þrýstingi).  Það freyðir ekki mikið, er föl-strágult á lit, með angan af gulum eplum og smá eikartónum.  Í munni vottar aðeins fyrir sætum eplakeim, en vínið er dálítið snubbótt og einfalt, og það er eflaust hægt að finna betra Prosecco á betra verði í Vínbúðunum (þetta kostar 1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook