Delapierre tradicion cava seco

Cava er spænskt freyðivín og kemur meginþorri framleiðslunnar frá Penedes í Katalóníu.  Þau geta verið hvít eða bleik, og eru flest gerð úr þrúgunum macabeu, parellada og xarello, en við gerð bleikra rósavína er litlu magni af cabernet sauvignon, garnacha eða monastrell bætt út í.  Aðeins freyðivín sem eru framleidd með kampavínsaðferðinni (seinni gerjun í flöskunni) mega kallast cava.  Þekktustu framleiðendurnir eru Codorniu og Freixenet, en einnig er fjöldi minni framleiðenda sem búa til mjög gott cava.
delapierre cavaDelapierre tradicion cava seco er að nafninu til þurrt (seco þýðir þurrt) en fyrir mér eru það brut-vínin sem eru þurr og seco er meira hálfsætt.  Það freyðir vel, með góðan ilm af greipaldin, hnetum og gulum eplum.  Í munni finnur maður góða sýru og frískleika, með greip- og eplakeim sem heldur sér vel í eftirbragðinu.  Mjög góð kaup (1.399 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook