Martini Asti

Asti-vín koma frá Piemonte-héraði í norður-Ítalíu. Piemonte er auðvitað þekktast fyrir rauðvínin sín, einkum hin mögnuðu Barolo, en á hverju ári er þó búið til 10 sinnum meira magn af asti en barolo. Asti hefur frá árinu 1993 verið skilgreint sem eigið vínræktarsvæði (DOCG). Vínin eru búin til úr þrúgunni Moscato bianco, sem er látin gerjast undir þrýstingi (s.k. Charmat-aðferð) til að kolsýran sem myndast við gerjunina verði eftir í víninu. Til samanburðar þá eru kampavín, cremant, cava og fleiri freyðvín framleidd með s.k. klassískri aðferð (áður kallað kampavínsaðferð), þar sem vínið er látið gerjast í tveimur áföngum, og seinni gerjunin fer fram í flöskunni eftir átöppun.
00502_rMartini Asti er ljósgult á lit, freyðir létt.  Í nefinu finnur maður ávaxtahlaup út í gegn! Smá ferskjur.  Í munni er vínið sætt með ávaxtahlaupi, mildri sýru. Góður svaladrykkur, hentar ágætlega með mat, einkum eftirréttum. Ágæt kaup (1,599 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook