Andalifrarkæfa + Cava = Nammi

Villa Conchi Cava BrutÉg hef mjög gaman af matargerð, og ef ég kem þreyttur heim úr vinnunni er fátt betra til að slappa af en að elda góðan mat.  Nýlega rakst ég á andalifrarkæfu úti í búð og sá mig tilneyddan að kaupa eina krukku, og skellti henni á smjörsteikt baguette ásamt balsamsultuðum rauðlauk.  Ég er ákaflega veikur fyrir foie gras, eða fitusprengdri gæsalifur, en með henni drekkur maður annað hvort púrtvín eða eitthvað sætt, s.s. Sauternes eða púrtvín.  Andalifrin er ekki mikið síðri, en svona tilbúin kæfa er hins vegar ekki alveg það sama, þó hún sé góð.  Ég sá mig því ekki tilneyddan að verða mér úti um Sauternes eða opna púrtvín (þó ég hefði verið meira en til í það) og fyrir valinu varð því Cava, sem er freyðivín frá Spáni.  Vínið heitir Villa Conchi Cava Brut Seleccion og er ekki árgangsvín.  Árgangsvín eru yfirleitt betri en þau sem ekki teljast árgangsvín, en hins vegar veit maður upp á hár hvað maður er að kaupa þegar ekki-árgangsvín verður fyrir valinu, því þau eru blönduð þannig að þau eiga alltaf að vera eins frá ári til árs, og í tilviki kampavína (og kannski fleiri vína) geta þetta verið blöndur nokkurra árganga.  Þetta vín er fölgult á lit, létt meðalfreyðing.  Í nefið koma sítrusávextir, græn epli og grös.  Vínið er þurrt, eins og nafnið gefur til kynna, með sítrus- og steinefnabragði, snörp sýra, ágætt eftirbragð en aðeins í styttra lagi.  Ágætt vín á góðu verði (1.960 kr).  Vínið gekk prýðilega með þessum einfalda forrétti og útkoman varð mjög góð.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook