Montes stendur alltaf fyrir sínu

montes twinsÉg hef áður sagt að vínin frá Montes-víngerðinni í Chile séu pottþétt kaup og ávallt peninganna virði.  Það á líka við um Montes Twins Malbec Cabernet Sauvignon 2013. Það er rúbínrautt á lit, fjólublá rönd, ágæt dýpt. Í nefið koma brómber og sólber, vanilla og eik, vottar fyrir súkkulaði og tóbaki.  Ágæt tannín, vanillu og eikarkeimur í eftirbragðinu.  Góð kaup (2.199 krónur).  Vínið stóðst tengdamömmuprófið með ágætum, og verður að teljast efnilegur húsvínskandidat.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook