Þessi klikkar aldrei!

Montes Alpha Cab 2012Flensan hefur hafið innreið sína á heimilið – frumburðurinn liggur undir sæng og ber sig illa.  Það þýðir að tveimur matarboðum var slegið á frest þessa helgi, þar á meðal hið árlega júróvisjónpartý með Guðjóni og Gunnu.  Til að reyna að bæta þetta upp eldaði ég lambaöxl (hef aldrei prófað það áður) – hægeldur í ofni á svipaðan hátt og ég hef eldað Farsumagru (fyllt, ítölsk nautarúlla).  Ég opnaði fyrst eina gran reserva frá Rioja, en því miður reyndist hún vera korkuð.  Ég greip þá Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2012, en Montes Alpha hefur ávallt verið öruggur valkostur.  Dökkrautt, ungt, með góða dýpt, angan af plómum, lakkrís, kryddi, anís og leðri.  Í munni eru stöm tannín, góð sýra, mikið og gott berjabragð með vott af lakkrís og dökku súkkulaði.  Hentar vel með öllu rauðu kjöti.  Gæðavín á góðu verði (2.999 kr).  Bestu meðmæli!

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook