Góður ítali

Tenuta Sant'Antonio Nanfre 2013Tenuta Sant’Antonio er fjölskyldufyrirtæki í Verona-héraði, rekið af Castagnedi-bræðrunum, og framleiða þeir vín í Amarone, Valpolicella og Soave.  Margir kannast eflaust við Monti Garbi, sem er ripasso frá Castagnedi-bræðrunum.  Annað vín bræðranna sem hægt er að nálgast í Vínbúðunum er Tenuta Sant’Antonio Nanfre Valpolicella Superiore 2013.   Þetta vín er gert úr Corvina (70%) og Rondinella (30%), sem eru dæmigerðar þrúgur fyrir Valpolicella.  Vínið er dökk-rúbínrautt, unglegt, með angan af bláberjum, kirsuberjum, fjólum, pipar og ferskum kryddjurtum.  Í munni er það nokkuð stamt, tannínin ennþá frekar stinn, ágæt sýra og það er dálítið hratbragð af því en það mýkist þegar vínið hefur fengið að anda svolítið.  Hentar vel með ítölskum mat – pylsum, ostum og grillmat.  Prýðisgott vín á góðu verði (2.299 kr).  nýji tappinnÉg varð reyndar pínu hissa þegar ég opnaði flöskuna, hélt að tappinn væri skemmdur, en sá þá að það er með nýjum tappa, ekki korktappa eins og stendur á vef Vínbúðanna, heldur virðist hann vera úr gleri.  Það er mjög auðvelt að opna flöskuna og loka á ný með svona tappa og þetta er skemmtileg nýjung.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook