Nú fer hver að verða síðastur…

…að ná sér í Rioja 2010.  Þessi árgangur var einstaklega góður, líklega einn sá besti í a.m.k. 20 ár, en senn líður að því að 2011 fari að laumast í hillur vínbúðanna.  Þó svo að 2011 sé alls ekki lélegur, þá jafnast hann ekki á við 2010 og því er um að gera að ná sér í þennan úrvalsárgang áður en hann hverfur úr hillunum.  Hér eru nokkur góð vín á góðu verði:

  • Beronia Rioja Reserva 2010 (2.798 kr)
  • Vina Cumbrero Rioja Crianza 2010 (1.899 kr)
  • Campo Viejo Rioja Reserva 2010 (2.399 kr)
  • LAN Rioja Crianza 2010 (2.098 kr)
  • Montecillo Rioja Rerserva 2010 (2.599 kr)
  • Pata Negra Rioja Reserva 2010 (2.299 kr)

Vinir á Facebook