Cloudy Bay Chardonnay 2010

Cloudy Bay ChardonnaySmíðaklúbburinn hélt nýlega fund, og að vanda voru nokkur vel valin vín prófuð. Samkvæmt venju bauð gestgjafinn upp á hvítvín, en hin vínin eru jafnan rauð. Yfirleitt hefur verið þema fyrir hvert kvöld og þetta kvöld var engin undantekning – meira um það í næsta pistli.
Hvítvín kvöldsins kom frá Marlborough á Nýja-Sjáland. Cloudy Bay Chardonnay 2010 er ljósgullið á lit, með ágæta dýpt. Í nefinu finnur maður áberandi sítruskeim, græn epli og eik, smá greipaldin og vott af apríkósum. Í munni eru sömu bragðtónar á ferðinni, þægilegur eikarkeimur, vínið skortir aðeins fyllingu, er þó í ágætu jafnvægi en eftirbragðið (sem er gott) er full stutt. Vínið var aðeins of kalt þegar það var borið fram (tekið beint úr kæli) og naut sín ekki nógu vel í byrjun. Þegar það var prófað aftur eftir smá stund hafði það opnað sig meira og naut sín betur. Mjög gott sjávarréttavín, einkum með humri, skelfiski og feitum fiski. Gæðavín, aðeins í dýrari kantinum (2013-árgangurinn sem nú er í hillum vínbúðanna kostar 4.599 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook