Firnagott Chablis

La Chablisienne La Sereine 2012 litilÞað er nánast algild regla um sum vín – rauð Bordeaux, Búrgúndí og amerískan Cabernet Sauvignon – að verð og gæði haldast hönd í hönd og góðu vínin kosta skildinginn, svo einfalt er það.  Stundum dettur maður hins vegar niður á undantekningar en þær eru ekkert óskaplega margar.  Ég hef yfirleitt verið þeirrar skoðunar að Chablis fylgi þessari reglu en er líka á því að La Chablisienne La Sereine 2012 falli undir undantekninguna frá reglunni.  Þetta er fallega ljósgult vín, með angan af sítrus, perum, grænum eplum og smá humarlykt! (meina það sem jákvætt!).  Í bragðinu eru mildir eikartónar, sítrónubörkur og græn epli, hæfileg sýra og góð fylling.  Mjög góð kaup á aðeins 2.799 krónur (ég myndi hiklaust borga 3.500 fyrir þetta vín).  Hentar mjög vel með sjávarréttum.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook