Loksins kom pinot!

Humbert Freres Gevrey-Chambertin 2013Á nýlegum Vínklúbbsfundi voru nokkur frábær vín á boðstólum, og ég held að okkur Smára hafi tekist nokkuð vel til í vali á vínum kvöldsins.  Tveir Brunello di Montalcino stálu senunni, en nokkrir voru á því að þetta væru vín úr pinot noir og voru hissa að sjá Brunello.  Sem betur fer áttu hinir sömu auðvelt með að átta sig á að síðasta vínið væri úr pinot noir – klassískt búrgúndarvín.  Humbert Freres Gevrey-Chambertin Vielles Vignes 2013 er ungt að sjá, ljósrautt með góða dýpt.  Í nefið koma sólber, kirsuber, kaffi, eik, timjan og vanilla (þrátt fyrir öll þessi ilmefni þá var vínið samt dálítið lokað og þurfti að þyrla því vel í glasinu til að fá þennan ljúfa ilm).  Í munni koma aftur kirsuber og tóbak, kaffi og dökkt súkkulaði, ásamt smá hindberjum.  Hæfileg tannín og góð sýra á móti – mjúkt vín í góðu jafnvægi, fær 90 stig.
Einkunn:

Vínsíðan

Vinir á Facebook