Palacios Rioja La Vendimia 2013

La Vendimia 2013Palacios-fjölskyldan hefur náð frábærum árangri í víngerð víða á Spáni, líkt og áður hefur verið fjallað um hér á síðunni, og Alvaro Palacios var valinn maður ársins 2015 hjá breska víntímaritinu Decanter.  Alvaro Palacios gerir frábær vín í Priorat-héraðinu, og í Bierzo er samstarfsverkefnið Descendientes de J. Palacios (Alvaro og frændi hans Ricardo Perez Palacios).  Bróðir Alvaros, Rafael Palacios, gerir fín vín í Valdeorras, og svo á fjölskyldan vínekrur í Rioja, og þaðan koma vín undir nafninu Palacios Remondo.  Frá Palacios Remondo kemur m.a. vínið Palacios Remondo Rioja La Vendimia 2013, sem er gert úr blöndu af Tempranillo og Grenace (50/50-blanda).  Það er dökk-fjólurautt, unglegt að sjá, með þægilegri angan af eik, kryddum, fjólum og kirsuberjum.  Í munni er vínið með mjúkum tannínum, ágætis fyllingu og eftirbragði sem heldur sér ágætlega.  Berin koma betur fram í eftirbragðinu ásamt örlitlu súkkulaði.  Ágætis vín á góðu verði (2.490 kr).
Einkunn:

Vínsíðan

Hefur þú smakkað þetta vín? Gefðu því einkunn:
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook