Annar frábær Brunello

Ciacci piccolomini d'Aragona 2007Á síðasta Vínklúbbsfundi smökkuðum við tvo frábæra Brunello di Montalcino.  Piccini Villa al Cortile 2009, eins og áður hefur verið greint frá, og svo Ciacci Piccolomini d’Aragona Brunello di Montalcino 2007, sem einnig vakti mikla hrifingu.  Vínið er djúprautt á lit, með góða dýpt og þroska.  Í nefið kemur appelsínubörkur, anís, eik, rjómakaramellur, aðalbláber, tóbak og vottur af útihúsum.  Í munni er mjög gott jafnvægi tanníns og sýru, tóbak og berjasulta í eftirbragði – elegant og silkimjúkt vín, sem fær 93 stig – frábært vín.
Einkunn:

Vínsíðan

Vinir á Facebook