A Mano Imprint of Mark Shannon Appassito 2012

Víngerðin A Mano í Puglíu er tiltölulega ung að árum, stofnuð 1998 (eða þar um bil). Í Pugliu er þrúgan primitivo ríkjandi og samnefnt vín frá A Mano hlaut strax góðar viðtökur og hefur átt mikinn þátt í að auka vinsældir primitivo-þrúgunnar (primitivo er sama þrúga og hin ameríska zinfandel).  Vínið Imprint of Mark Shannon Appassito 2012 er gert með Appassito-aðferðinni, þ.e. það er gert úr þurrkuðum primitivo-þrúgum í Amarone-stíl.  Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsti árgangurinn af víninu og óhætt er að segja að byrjunin er glæsileg.

Vínið er dökkrautt með góða dýpt, ungt að sjá. Í nefið kemur strax bláberjakeimur með kaffi, pipar, rósum og súkkulaði.  Í munninn kemur mikið og gott bragð með örlítilli sætu, rúsínu- og súkkulaðikeim, góð fylling og þægileg tannín, eftirbragð sem heldur sér vel.   (2.399 kr).  Decanter gefur þessu víni 96 punkta!  Smellpassaði með nautasteikinni.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 
 

Vinir á Facebook