Vín ársins 2014…

Það er löng hefð fyrir því að útnefna vín ársins hér á Vínsíðunni.  Það var fyrst gert árið 1998 og nánast á hverju ári síðan þá.  Það hefur verið mikið að gera hjá mér á öðrum vettvangi undanfarnar vikur og því lítill tími gefist til vínsmökkunar og til að líta um öxl.  Ég ætla þó að halda í hefðina og gera upp árið sem senn er á enda og að lokum útnefna Vín Ársins 2014.

Ég var óvenjulatur að skrifa á þessu ári, og mér telst til að ég hafi ekki fjallað um nema tæp 40 vín hér á Vínsíðunni.  Mér sýnist hins vegar að ég hafi gert um 60 vínum til viðbótar skil á Vivino-appinu.  Hér voru á ferðinni vín í öllum gæðaflokkum, frá Era Montepulciano d’Abruzzo 2012 til Chateau d’Yquem 1994.  Eftirfarandi vín eiga skilið að vera nefnd sérstaklega, því þar fara vel saman gæði og verð.

  • Burgans Rias Baixas Albarino 2012
  • Concha y Toro Marques De Casa Concha Cabernet Sauvignon 2011
  • Baron De Ley Finca Monasterio Rioja Tempranillo 2010
  • Altano Douro 2012
  • Numanthia Termes Toro 2010
  • Spy Valley Marlborough Sauvignon Blanc 2013
  • Peter Lehmann Futures Shiraz 2011

Vín ársins verður svo útnefnt þann 31. desember.

Vinir á Facebook