Vín ársins handan við hornið

Ég hef haft frekar mikið að gera að undanförnu og lítinn tíma haft til að skrifa hér á Vínsíðuna.  Ég vaknaði svo upp við vondan draum þegar ég var á heimleið í dag – Wine Spectator hefur verið að telja niður topp 10-listann sinn þessa vikuna og mun tilkynna um vín ársins á morgun, og ég hafði steingleymt þessu.  Hingað til hef ég beðið spenntur eftir niðurtalningunni en í ár fór þetta alveg fyrir ofan garð og neðan.  Ég lagðist því auðvitað yfir þetta um leið og ég kom heim, og hér eru vínin í 2. – 9. sæti.

LabelCrop54225_1000x673 2. Mollydooker Shiraz McLaren Vale Carnival of Love 2012 (95 punktar, $75, 4,729 kassar framleiddir).
Ástralía (McLaren Vale)
LabelCrop99357_1000x673 3. Prats & Symington Douro Chryseia 2011 (97 punktar, $55, 2,400 kassar framleiddir).
Portúgal (Douro)
LabelCrop69474_1000x673 4. Quinta do Vale Meão Douro 2011 (97 punktar, $76, 2,300 kassar framleiddir).
Portúgal (Douro)
LabelCrop80503_1000x673 5.Leeuwin Chardonnay Margaret River Art Series 2011 (96 punktar, $89).
Ástralía (V-Ástralía)
LabelCrop60673_1000x673 6.Castello di Ama Chianti Classico San Lorenzo Gran Selezione 2010 (95 punktar, $52, 8,000 kassar framleiddir).
Ítalía (Toscana)
Er hægt að panta í Systembolaget – 249 SEK (Svíþjóð)
LabelCrop24770_1000x673 7. Clos des Papes Châteauneuf-du-Pape 2012 (97 punktar, $135, 6,000 kassar framleiddir).
Frakkland (S-Rhone)
Fyrri árgangar fáanlegir í völdum verslunum Systembolaget – 661 SEK (Svíþjóð)
LabelCrop13881_1000x673 8. Brewer-Clifton Pinot Noir Sta. Rita Hills 2012 (94 punktar, $40, 1,226 kassar framleiddir).
Bandaríkin (Santa Barbara, Kalifornía)
Fáanlegt í völdum verslunum Systembolaget – 339 SEK (Svíþjóð)
LabelCrop67978_1000x673jpg 9. Concha y Toro Cabernet Sauvignon Puente Alto Don Melchor 2010 (95 punktar, $125, 10,100 kassar framleiddir).
Chile (Maipo)
LabelCrop72015_1000x673 10. Château Léoville Las Cases St.-Julien 2011 (95 punktar, $165, 8,330 kassar framleiddir).
Frakkland (Bordeaux)
Fáanlegt í völdum verslunum Systembolaget – 1,485 SEK (Svíþjóð)

Ekkert af þessum vínum er fáanlegt í vínbúðum ÁTVR, en Don Melchor hefur mátt finna í Fríhöfninni.
Á morgun verður svo tilkynnt um vín ársins 2014 , en topp 100-listinn verður birtur í heild sinni eftir helgi – fylgist með!

Vinir á Facebook