Banfi Tuscan Experience

banfi tuscan experience
Miðvikudaginn 7. maí n.k. koma fulltrúar ítalska vínhússins Castello Banfi til landsins og halda glæsilega vínkynningu í Perlunni kl 18-21, þar sem þeir munu kynna vín Banfi fyrir íslenskum vínáhugamönnum, í samstarfi við Bakkus ehf, umboðsaðila Castello Banfi á Íslandi.  Á kynningunni verða m.a. kynnt vín frá héruðunum Montalcino, Chianti Classico og Bolgheri.  Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf þátttöku á netfangið bakkus@bakkus.is.
Í vínbúðum ÁTVR er fáanlegur fjöldi vína frá Castello Banfi og í flestum tilvikum er um að ræða gæðavín á mjög góðu verði.  Ég hef prófað nokkur af þessum vínum og yfirleitt verið mjög ánægður með þau.
Banfi Aska Bolgheri 2010 – (3.693 kr) – ofur-Toskani af bestu gerð (Cabernet Sauvignon og smá Cabernet Franc).  Dökkt og fallegt vín með góðum berja- og plómukeim, með vott af lakkrís og tóbaki.  Þétt og gott í munni, gott jafnvægi með eftirbragði sem heldur sér vel.  Nauta- og villibráðarvín sem gengur líka vel með góðum ostum.  Einkunn: 8,5.
Banfi Brunello di Montalcino 2008 – (6.098 kr) – 91 punktur – Ég elska góðan Brunello og hér gildir það sama og um flest önnur Brunello – maður borgar fyrir gæði.
Banfi Centine Toscana IGT 2011 (2.399 kr) – 86 punktar
Banfi Chianti 2011 (2.298 kr) – 88 punktar
Banfi Col di Sasso 2011 (2.098 kr) – 83 punktar (fyrri árgangar hafa verið að skora betur og 2010 fær 88 punkta)
Banfi Cum Laude 2010 (3.597 kr) – 89 punktar.  Hef ekki smakkað þetta vín lengi en var mjög imponeraður þegar ég smakkaði það á sínum tíma.
Banfi Fontanelle Toscana IGT Chardonnay 2011 (2.999 kr) – (2010 árgangurinn fær 87 punkta)
Banfi La Lus Albarossa Monferrato DOC 2010 (3.197) – Vín úr 100% Albarossa, frá Piemonte. Unglegt vín með ágæta dýpt og góða tauma.  Angan af kirsuberjum, vanillu, súkkulaði og smá leðri.  Gott jafnvægi en þó aðeins stramt og þarf smá tíma til að mýkjast betur upp.  Gott eftirbragð sem heldur sér vel.  Einkunn: 8,0. Batnar eftlaust á næstu 3-4 árum.
Banfi La Pettegola Toscana IGT Vermentino 2012 – (2.698 kr) – Létt og skemmtilegt hvítvín úr Vermentino-þrúgunni, með keim af apríkósum og sítrusávöxtum.  Tilvalið sumarvín, passar vel með fiski.  Einkunn: 7,0.
Banfi Le Rime Toscana IGT Chardonnay Pinot Grigio 2012  (1.999 kr)
Banfi Rivo Al Poggio hvitt 2012 (1.798 kr)
Banfi Rivo Al Poggio rautt  2011 (1.798 kr)
Banfi San Angelo Toscana IGT Pinot Grigio 2012 (2.999 kr) – 83 punktar (2010 og 2011 árgangarnir fá báðir 87 punkta)
Þetta er því tilvalið tækifæri til að kynnast þessum frábæru vínum og ég hvet sem flesta til að mæta (munið að skrá ykkur!).

Vinir á Facebook