Gott frá Toscana

8349.gif
Í nýjasta eintaki Wine Spectator er m.a. fjallað um ítölsk vín.  Líkt og venjulega er fjöldi víndóma í blaðinu, og tvö af þeim vínum sem falla í flokkinn Smart Buy eru fáanleg í hillum vínbúðanna.  Þetta eru Toscana-vín sem bæði kosta undir 3.000 krónum. Bæði vínin fá 92 punkta, en það eru Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo 2011 (kostar aðeins 2.599 kr) og Villa Antinori 2010 (kostar 2.999 kr).  Annað vín sem er að fá ágætis dóma er Mezzacorona Chardonnay vigneti delle Dolomiti 2012, sem fær 86 punkta og kostar aðeins 1.799 krónur.

Vinir á Facebook