Góð kaup í portúgölskum vínum

Altano Reserva 2009Portúgal á sér langa víngerðarsögu, einkum í Douro-dalnum vestur af borginni Porto.  Um dalinn rennur samnefnd á, sem á upptök sín á Spáni og mun vera þriðja lengsta áin á Íberíuskaganum.  Vínviðurinn er ræktaður í bröttum hlíðum meðfram ánni og þar hafa löngum verið framleidd púrtvín.  Rauðvín hafa einnig verið framleidd þar en hafa þar til nýlega ekki þótt vera mikils virði.  Á undanförnum árum er þó óhætt að segja að víngerðarmenn í Douro hafi lært að búa til góð vín og nú kemur hvert eðalvínið á eftir öðru frá þessu svæði.  Ein bestu kaupin í vínbúðunum í dag er einmitt í rauðvínum frá Douro í Portúgal.  Ég er einmitt nýbúinn að fá í hús Churchill’s Estate Douro 2010 sem ég hafði svo sem ekki leitt hugann sérstaklega að fyrr en að ég sá í Wine Spectator Advance að 2011-árgangurinn fær 93 punkta.  Ég sá þá að undanfarnir árgangar hafa verið að fá 88-89 punkta og þar sem vínið kostar bara 123 SEK (um 2.200 kr) ákvað ég að slá til, vonast eftir að fá 2011 en sætta mig alveg við eldri áranga.  Ég á enn eftir að prófa vínið, en ég ákvað að ráðast í smá athugun á þeim vínum sem 0kkur standa til boða í Vínbúðum ÁTVR.  Ekki tókst mér að finna víndóma um öll vín né alla árganga en meirihluti vínanna er að fá fína einkunn og oft eru þau á góðu verði, þannig að niðurstaðan er sú að almennt geta menn reiknað með að gera góð kaup í portúgölskum rauðvínum, einkum þeim sem kosta um 2.000 – 2.500 krónur.  Hvítvínin eru frekar óskrifað blað en þeir sem til þekkja segja að þau séu einnig á mikilli uppleið.  Ég á einmitt eina eða tvær hvítar Altano sem ég ætla að prófa fljótlega eftir að ég kem heim.
Rauðvín frá Portúgal (Nafn og árgangur – einkunn Wine Spectator (innan sviga eldri árgangar, tómur svigi þýðir að engin fannst um þetta vín) – verð)

  • Alianca Dao Reserva 2010 – 89p – 1.955 kr
  • Alianca Duoro Foral 2011 – 88p – 1.955 kr
  • Alianca Dao Quinta da Garrida Reserva 2009 – () – 2.251 kr
  • Alianca Quinta dos Quatro Ventos 2009 – (2007 og 2008 88p) – 3.288 kr
  • Altano Douro 2011 – (2010 87p) – 1.998 kr
  • Altano Duoro Quinta do Ataide Organic 2011 – () – 2.497 kr
  • Altano Duoro Quinta do Ataide Reserva 2009 – (2008 92p) – 3.496 kr
  • Casal Mor Dao Reserva 2010 – () – 1.696 kr
  • Crasto Duoro 2010 – 88p – 2.895 kr
  • D+D Duoro 2007 – (2006 88p, 2005 92p) – 3.799 kr
  • JP Azeitao 2011 – 85p – 1.699 kr
  • JM Fonseca Periquita 2010 – 87p – 1.999 kr
  • Messias Douro 2010 – (2008 83p) – 2.489 kr
  • Primavera Bairrada Reserva 2010 – () – 1.699 kr
  • Vila Real Douro Grand Reserva 2009 – () – 3.449 kr
  • Vila Real Douro Reserva 2010 – (2007 87p) – 2.340 kr
  • Vila Real Terras de Alleu NV – () – 1.792 kr

Hvítvín frá Portúgal (Nafn og árgangur – einkunn Wine Spectator (innan sviga eldri árgangar, tómur svigi þýðir að engin fannst um þetta vín) – verð)
Alianca Vinho Verde 2012 – (2011 84p) – 1.499 kr
Altano Douro 2012 – () – 1.998 kr
Gazela Vinho Verde NV – () – 1.059 kr
JP Azeitao Branco NV? – 2011 (87p) – 1.699 kr
JP Ramos Marques de Borba 2009 – 87p – 2.369 kr
JM Fonseca Periquita 2012 – (2008 87p) – 1.999 kr
Vila Real Douro 2012 () – 1.992 kr
Vila Real Douro Reserva 2011 – () – 2.244 kr
Vila Real Terras de Alleu NV – () – 1.659 kr

Vinir á Facebook