Nokkur góð kaup

Í nýjasta Advance-fréttablaðinu frá Wine Spectator eru nokkur vín sem eru fáanleg í vínbúðunum hér heima (hafa a.m.k. verið til í öðrum árgöngum).  Þessi vín flokkast undir að vera „smart buy“ og eru í raun gamlir kunningjar þeirra sem versla hafa í vínbúðunum í gegnum árin.

  • Bodegas Campo Viejo Tempranillo Rioja Reserva 2008 – 89 punktar, kostar 2.499 kr
  • Columbia Crest Merlot Columbia Valley Grand Estates 2011 – 89 punktar, kostar 2.999 kr
  • Rosemount Chardonnay South Australia Diamond Label 2012 – 89 punktar, kostar 2.499 kr

Spánverjinn er skv. heimasíðum vínbúðanna til í 2008-árgangnum en hin vínin í eldri árgöngum.  Þó best að athuga það því ég treysti ekki alltaf árgangsupplýsingunum á heimasíðunni (sem mætti svo sem betrumbæta á margan hátt…).

Vinir á Facebook