Las moras black label 2011

20140321-193533.jpg
Ég er farinn í enn eina útlegðina til Svíþjóðar en áður en ég fór var auðvitað eldaður góður matur með fjölskyldunni.  Ofnsteikt lambalæri með Hasselback-kartöflum (sem krakkarnir elska) og sveppasósu.  Með þessu opnaði ég Las Moras Black Label Malbec 2011 sem ég fékk að gjöf um daginn.  Argentínskur Malbec er yfirleitt pottþétt kaup þessa dagana, en þeir eru búnir að ná ansi góðum tökum á þessari þrúgu og sjaldan að maður verður svekktur með þessi vín nú orðið.  Það var heldur enginn svikinn af þessu víni.  Í glasinu er það auðvitað frekar dökkt eins Malbec er jafnan, unglegt en þó góð dýpt og fallegir taumar.  Í nefinu nokkuð áberandi sólber, pipar, leður og amerísk eik, en einnig smá vanilla og kakó. Góð tannin, aðeins farin að mýkjast. Örlítið spírabragð (14,5%) dregur aðeins úr gæðunum, sömuleiðis smá hrat í annars nokkuð löngu og góðu eftirbragði.Einkunn 8,0.  Fyrirtaks vín!

Vinir á Facebook