Nokkur góð frá Ítalíu

Það er oft hægt að gera ansi góð kaup í rauðvínum frá Toscana sem falla undir IGT-skilgreininguna (Indicazione Geografica Tipica) og Maremma Toscana IGT (sem var reyndar hækkað upp í DOC-flokk fyrir 2 árum).  Hér eru nokkur slík vín sem fáanleg eru í vínbúðunum og góð kaup í um þessar mundir:

  • Antinori Santa Cristina Toscana 2011 – 1.999 kr – 88 punktar í Wine Spectator
  • San Felice Toscana Contrada 2011 – 2.195 – 87 punktar
  • San Felice Chianti Classico 2010 – 2.895 – 90 punktar
  • Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo Maremma Toscana 2010 – 6.399 kr (3 lítrar) – 87 punktar
  • Banfi Centine 2009 – 2.198 kr – 87 punktar
  • Villa Puccini Toscana 2009 – 1.999 kr – 87 punktar

Þeir sem vilja svo prófa eitthvað næsta gæðaflokk fyrir ofan gætu skellt sér á Banfi Belnero 2009, sem kostar 3.699 kr og fær 92 punkta.

Vinir á Facebook