Spennandi vín frá Portúgal

0003B66768C64CNýjasti Wine Spectator kom inn um bréfalúguna í gær.  Þar er einkum fjallað um Suður-Afríku en einnig um gæðavín sem eru að koma frá Portúgal og eru oft á mjög góðu verði.  Vínin eru flest úr öðrum þrúgum en við eigum að venjast – Tinta Barocca, Touriga Nacional, Touriga Franca, Tinta Roriz og Sousao.  Þessar þrúgur hafa þó lengi verið uppistaðan í öðrum frægum vínum frá Portúgal, þ.e.a.s. púrtvínum.  Framleiðsla á rauðvínum hefur þó tekið miklum framförum undanfarna 1-2 áratugi og í dag eru oft mjög góð kaup í portúgölskum rauðvínum.  Ritstjórar og blaðamenn Wine Spectator hafa smakkað mikið af þessum vínum (nokkuð öfundsvert starf!) og lista yfir niðurstöður þeirra er að finna hér á heimasíðu Wine Spectator. Ég renndi aðeins yfir þennan lista og sá strax tvö vín sem eru fáanleg í Vínbúðum ÁTVR, frá framleiðanda sem heitir Alianca. Annað vínið er frá Douro-héraði og heitir Foral, kostar 1.890 kr, og 2011-árgangurinn fær 88 punkta.  Hitt vínið er Reserva frá Douro-héraði, kostar 1.899 kr og 2009-árgangurinn fær sömuleiðis 88 punkta (þetta eru sömu árgangar og eru seldir í hillum ÁTVR).
Innflytjandi þessara vín er Vistir Wine Estate, sem er ungt fyrirtæki í Hafnarfirði, sem hefur það markmið að bjóða Íslendingum upp á ný og spennandi vín, og það verður að segjast að þeir fara vel af stað.

Vinir á Facebook