Vínklúbbsfundur

Vínklúbburinn hittist í gærkvöldi og smakkaði nokkur góð vín.  Ákveðið var að hafa vínin færri og betri í þetta skiptið og því bauð umsjónarmaðurinn (Óli) aðeins upp á 3 vín.  Líkt og alltaf eru vínin blindsmökkuð, og einkunnir eru meðaltalseinkunnir:
Vín 1:
Auga: líitill þroski, blámi í röndinni, miklir taumar.
Nef: mikil ávöxtur, kirsuber, plómur, kaffi, mynta, pipa, kröftug lykt.
Munnur: vantar upp á janfvægi. pínu basískt, kryddað, ungt, tannín, smá suðusúkkúlaði,
Einkunn: 85 (mér fannst menn reyndar pínu nískir).
Geymsla: 3-5 ár í viðbót áður en það er tilbúið.
Hér skaut Eiríkur S á rétt ártal, ég kom með rétta þrúgu og Smári nefndi vínið (en var ekki viss með þrúguna).  Hér var um að ræða Montes Purple Angel 2010 (Carmenere 92%, Petit Verdot 8%)
Vín 2:
Auga: meðaldökkt, flott dýpt smat, fallegur litur, taumar, smá byrjandi þroski.
Nef: döðlur, bananar, vanilla, kirsuber.
Munnur: pipar, dísætt, kirsuber, kísil jarðvegur,
Einkunn: 89
Hér voru menn nokkuð óvissir um hvað hér væri á ferðinni og enginn sem gat sér til að þetta væri Tomassi Amarone 2009!  Ekki alveg dæmigert Amarone (a.m.k. ekki líkt þeim sem ég hef áður prófað) – spurning hvort það var alveg í lagi…
Vín 3:
Auga: mikil dýpt, dökkbrún rönd, ágætis dýpt.
Nef: kaffi, vannill, súkkulaði, leður, krydd, sterku pipar, útihús,
Munnur: skrokkur, mjög mjúkt, gott jafnvægi,
Einkunn: 94
Þetta var tvímælalaust besta vín kvöldsins.  Enginn þekkti framleiðandann en Eiríkur S komst næst því að greina vínið – skaut á ástrala frá 2002 (skaut reyndar McLaren Vale) Émigré Barossa Valley 2005. Kostar rúmar 9.000 krónur en er vel þess virði!
20130517-205010.jpg

Vinir á Facebook