Sumarið er komið!

Það er nokkuð liðið frá síðasta pósti en ég afsaka mig með því að ég hef haft mikið að gera. Í dag finnst mér þó nánast að sumarið sè komið, sólin skín og grillið er heitt! Í glasinu er Faiveley Bourgogne 2010 (chardonnay)- strágult, fallegt vín með laglega tauma. Sítrus, melónur, nýslegið gras. Fíngert í munni, ekki mikil fylling, eftirbragð í styttra lagi. Einkunn: 7,0
Passar örugglega vel með Teriyaki-marineraðri lúðunni á grillinu!

Vinir á Facebook