Hin keizaralega afmælisveisla

20130417-181239.jpg Keizarinn varð fertugur um daginn og hélt auðvitað upp á þennan merkisatburð eins og keizurum sæmir – með þriggja daga veislu! Veislan var auðvitað aðeins fyrir útvalda og var hvergi sparað í mat né drykk.
Fyrsta kvöldið var elduð nautalund og með því drukkum við Montes Purple Angel 2005, sem stóð að sjálfsögðu fyrir sínu og vel það! Stórkostlegt vín í alla staði sem alltaf vekur mikla lukku. Síðan drukkum við Desc. de J. Palacios Petalos 2011. Ég hafði áður prófað hinn stórkostlega 2009-árgang og þessi var ekki mikið síðri. Dálítið tannískt en með góða sýru á móti, ilmur af lakkrís, súkkulaði og kryddum. Eftirbragðið kannski aðeins í styttra lagi, en ég held þó að vínið hafi liðið fyrir að vera drukkið á eftir englinum. Einkunn: 8,5 (149 SEK)
Næsta kvöld var hægeldað lambalæri á boðstólum sem auðvitað vakti mikla ánægju veislugesta, einkum dr. Leifssonar. Með þessu bauð Keizarinn upp á E. Guigal St. Joseph 2005, Rónarvín í hæsta gæðaflokki sem var rétt að komast á toppinn og hefði eflaust enst mörg ár til viðbótar.
Síðasta kvöldið kom Sunnersta-gengið og keizaraynjan bauð þá upp á sitt margrómaða Lasagna. Keizarinn bauð þá upp á Joseph Drouhin Laforet 2006, fyrirtaks Búrgúndarvín sem var þó með full mikla sýru á móti léttum tannínum. Þægilegur rifsberjakeimur og smávegis af franskir eik. Einkunn: 7,0
Keizaranum eru færðar bestu þakkir fyrir veisluna og árnað heilla!

Vinir á Facebook